Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er yndisleg snilld, það eru varla til betri mynd en Princess Bride sem gerir svo óttarlega mikið grín af sjálfri sér, leikurinn er spilaður svo fáranlega en svo vel fyrir myndina og línurnar eru næstum jafn slæmar og Lucas, en nákvæmlega engu er tekið alvarlega að neinu leiti. Nöfn eins og The cliff of INSANITY!, The Pit of DESPAIR! og Huge Rodents of DEATH! líkt og B-myndir frá 1950 eru notuð til þess að nefna aðstæður sögunnar, hvernig er hægt að hlægja ekki að svona nöfnum? Cary Elwes er snillingur í þessari mynd, hann er fullkominn grínleikari, hann hefur þessa jöfnu, bresku rödd sem heldur öllum rólegheitum, rödd sem aðeins hann getur gert og enginn annar. Svo er hann Mandy Patinkin sem leikur Inigo Montoya, persóna sem ber fram einhverju mest klassísku línur kvikmyndasögunnar, það er endaluast hægt að blaðra um hve yndisleg þessi mynd er, hún er ekkert nema drepfyndið grín. En auðvitað er hún ekki fullkomin, það komu fyrir hlutir af myndinni sem voru gersamlega ömurlegir og ég botnaði alls ekkert í þeim. Ég hefði átt að sjá þessa mynd mun fyrr, eina leiðin til þess að útskýra þessa mynd á réttlætislegan hátt er að hún er snilld, The Princess Bride er snilldar mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Kostaði
$16.000.000
Tekjur
$30.861.665
Vefsíða:
Aldur USA:
PG