Óbyggðirnar kalla

Golden Globe verðlaunamyndin The Revenant, sem einnig er tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna, var vinsælasta myndin á Íslandi í síðustu viku, ný á lista. Aðalleikaranum Leonardo DiCaprio er af mörgum spáð Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Myndin segir sanna sögu Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en lífi árið 1823 eftir árás bjarnar. En Hugh lifði af og gríðarlega illa særður eftir björninn, fótbrotinn, vopnlaus og matarlaus náði hann samt sem áður að komast um 320 kílómetra leið að byggðu bóli, staðráðinn í að hefna sín á mönnunum sem skildu hann eftir.

revenant

Í öðru sæti bíóaðsóknarlistans er gamanmyndin Daddy´s Home, en hún hélt toppsætinu tvær vikur í röð þar á undan. Í þriðja sæti er svo stórmyndin Star Wars: The Force Awakens, sem hefur nú verið á listanum í 6 vikur samfleytt.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum; Creed, þar sem Sylvester Stallone hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína, Golden Globe verðlaun og Óskarstilnefningu, er í fimmta sæti og teiknimyndin Úbbs Nói er farinn, er í sjötta sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff