Söguleg endurnýjun Law & Order SVU þáttanna

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur gert samning um gerð 21. þáttaraðarinnar af sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victims Unit. Þessi pöntun þýðir að þættirnir eru orðnir lífseigasta leikna sería í sjónvarpi sem sýnd er á besta tíma, í sögunni. Þættirnir slá þar með út Law & Order, sem gekk í 20 ár, frá 1990 til 2010, […]

Harður en heillandi yfirmaður

Sex, Lies and Videotape leikarinn Peter Gallagher er nýjasta viðbótin í leikarahóp sjónvapsþáttanna Law & Order: SVU, sem sýndir hafa verið hér á landi og notið mikilla vinsælda. Leikarinn, sem hefur leikið bæði í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og í leikhúsi, mun fara með hlutverk lögreglustjórans William Dodds, heillandi en eitilharðs yfirmanns sem fer með yfirstjórn allra […]

Hargitay snýr aftur

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Law & Order: SVU ( Special Victims Unit ), geta nú andað léttar því aðalleikkona þáttanna, Mariska Hargitay, hefur tilkynnt að hún muni verða með í næstu þáttaröð, í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Oliviu Benson. Hargitay hefur hlotið Emmy verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Leikkonan notaði samskiptasíðuna Twitter til að koma þessum skilaboðum á […]

Eltihrelltur Goldblum

Leikarinn Jeff Goldblum, sem margir muna eftir úr hryllingsmyndinni The Fly og fleiri góðum myndum, og sjónvarpsþáttunum Law and Order sem hann er að leika í núna, á í basli með eltihrelli, sem hefur verið að angra hann síðustu ár. Hinn meinti eltihrellir heitir Linda Ransom og var nú síðast handtekin á laugardagskvöldið í Los […]