Hargitay snýr aftur

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Law & Order: SVU ( Special Victims Unit ), geta nú andað léttar því aðalleikkona þáttanna, Mariska Hargitay, hefur tilkynnt að hún muni verða með í næstu þáttaröð, í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Oliviu Benson.

mariskaHargitay hefur hlotið Emmy verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum.

Leikkonan notaði samskiptasíðuna Twitter til að koma þessum skilaboðum á framfæri og tísti: „Góða helgi. Það er opinbert. ÉG KEM AFTUR –  í 15. þáttaröðina.“

14. þáttaröðin skildi áhorfendur eftir í fulkominni óvissu um afdrif Benson, eftir að ekki var búist við að hún sneri aftur til vinnu í lögreglunni og byssu var miðað á hana.

Til allrar hamingju þá tókst henni ( eða umboðsmanni hennar? ) að finna leið til að sleppa úr þessum aðstæðum og Hargitay mætir í fullu fjöri, tilbúin að handtaka illþýði og koma því á bakvið lás og slá.