Skrímsli eru til – Fyrsta stikla úr Kong: Skull Island

Stórfréttirnar koma nú á færibandi frá Comic-Con ráðstefnunni í San Diego, sem nú stendur yfir, en hátíðin er meðal annars óspart notuð til að frumsýna ný sýnishorn úr væntanlegum myndum, og leikaralið mynda mætir gjarnan í pallborðsumræður á undan, og margt margt fleira skemmtilegt. Nú er komið að fyrstu stiklunni úr King Kong myndinni Kong: Skull Island, […]

Stærsti King Kong allra tíma – Fyrsta mynd!

Vefsíða Entertainment Weekly birti í dag fystu opinberu ljósmyndina úr nýju King Kong myndinni Kong: Skull Island, með þeim Tom Hiddleston og Brie Larson í aðalhlutverkum. Á myndinni standa þau Hiddleston og Larson í einhverskonar beinakirkjugarði, og greinilegt er að kvikindið sem beinin eru af, hefur ekki verið nein smásmíði! Myndin er sögð gerast í […]

Finnur Keaton King Kong?

Vefmiðillinn The Hollywood Reporter segir frá því í dag að Birdman leikarinn Michael Keaton eigi í viðræðum um að taka að sér hlutverk í stórmyndinni, og King Kong- skrímslamyndinni, Skull Island. Ef samningar nást þá mun Keaton slást í lið með þeim J.K. Simmons og Tom Hiddleston, en myndin fjallar um hóp vísindamanna sem leitar […]

Hauskúpueyja breytist

Bíómyndin sem áður hét Hauskúpueyja, eða Skull Island, hefur fengið nýjan titil til að tengja hana betur við aðalsöguhetjuna, risaapann King Kong. Nú heitir myndin Kong: Skull Island. Auk þess hefur frumsýningardagur myndarinnar verið færður um heila fimm mánuði. Kong: Skull Island verður nú frumsýnd þann 10. mars árið 2017, en upprunalega dagsetningin var 6. […]

Skíthræddur við King Kong

Morgan Freeman segist hafa verið skíthræddur þegar hann sá King Kong í fyrsta sinn. „Fyrsta myndin sem ég sá var King Kong. Hún hræddi úr mér líftóruna. Ég var sex ára og fékk martraðir í langan tíma á eftir,“ sagði leikarinn við tímaritið People. „Ég hafði flutt frá sveitinni í Mississippi til Chicago og þar […]

Gollum gerir Animal Farm

Andy Serkis, sem leikur Gollum í Hobbit: An Unexpected Journey, og í Lord of The Rings myndunum, ætlar að leikstýra „performance capture“ kvikmyndagerð á hinni frægu sögu George Orwell, Animal Farm, að því er The Hollywood Reporter greinir frá. Performance Capture er ný leikaðferð í bíómyndum sem varð til þegar Andy Serkis sjálfur var ráðinn […]