Javier Bardem verður Bond illmenni

Spænski leikarinn Javier Bardem staðfesti í viðtali við Nightline á ABC News að hann muni leika Bond illmennið í næstu James Bond mynd.

,,Ég er mjög spenntur. Ég horfði á allar myndirnar með foreldrum mínum þegar ég var yngri þannig að það hefur verið draumur minn lengi að leika í Bond mynd.“ sagði Bardem í viðtalinu. Aðspurður hvað hlutverkið bæri í sér þá sagðist hann ekki geta rætt smáatriði.

Bardem gerði garðinn frægan sem illmennið Anton Chigurh í No Country For Old Men sem kom út árið 2007. Hann hlaut Óskarsverðlaun sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í myndinni.

Næsta James Bond mynd verður númer 23 í röðinni og kemur út 9.nóvember á næsta ári. Sam Mendes (American Beauty, Jarhead, Road to Perdition) leikstýrir.