Braut þrjú rifbein í John Wick 3

Halle Berry braut þrjú rifbein í tökum á nýju John Wick myndinni, John Wick: Chapter 3 – Parabellum. Berry, sem er 52 ára, leikur Sofíu í myndinni á móti Keanu Reeves sem fer með titilhlutverkið, hlutverk leigumorðingjans John Wick, sem neyðist í fyrstu myndinni til að snúa til baka í fagið eftir að unnustan deyr […]

Fyrir þá rétt stemmdu

Í stuttu máli er „Kingsman: The Golden Circle“ pottþétt skemmtun fyrir þá sem „fíluðu“ fyrri myndina og býður hún upp á meira af því sama.  Bíræfni eiturlyfjabaróninn Poppy (Julianne Moore), sem fer fyrir veldinu Golden Circle, þurrkar út Kingsman leyniþjónustuna og einu eftirlifendurnir eru þeir Eggsy/Galahad (Taron Egerton) og almenni starfsmaðurinn Merlin (Mark Strong). Markmið […]

Berry njósnar meira

Halle Berry, sem eins og frægt er orðið, rölti fáklædd upp úr sjónum sem persónan Jinx Johnson í James Bond myndinni Die Another Day árið 2002, er að öllum líkindum aftur á leið inn í heim alþjóðlegrar njósnastarfsemi. Berry á nú í viðræðum um að leika CIA leyniþjónustumann á móti Taron Egerton í Kingsman 2, samkvæmt heimildum […]

Halle Berry vinsæl á DVD

Spennumyndin The Call með Óskarsverðlaunaleikkonunni Halle Berry fer í sinni annarri viku á lista, beint á topp íslenska DVD / Blu-ray listans, en myndin var í sjötta sæti í síðustu viku. Myndin segir frá Jordan Turner sem er reyndur starfsmaður Neyðarlínunnar 911 sem tekur við neyðarsímtölum. Einn daginn gerir hún mistök og símtalið endar ekki […]

Fimm fréttir – Ehle í erótík

Leikkonan Jennifer Ehle á nú í viðræðum um að leika hlutverk Carla í Fifty Shades of Grey. Carla er móðir Anastasia Steele. Hún er fjórgift viljasterk kona úr Suðurríkjunum. Dakota Johnson leikur Anastasia og Charlie Hunnam leikur Christian Grey. Leikarinn ungi og efnilegi Brenton Thwaites mun leika ásamt Gerard Butler, Nikolaj Coster-Waldau og Geoffrey Rush […]

Berry í sjónvarpið – leikur geimfara

Bandaríska leikkonan Halle Berry hefur tekið að sér fyrsta stóra hlutverkið á ferlinum í sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita Extant og eru drama þættir sem koma úr ranni Steven Spielberg og fyrirtækis hans Amblin Television í samstarfi við CBS Television Studios. Í þáttunum leikur Berry geimfara sem snýr aftur til jarðar eftir að hafa verið í eitt […]

Halle Berry vill losna við papparassa

Leikkonan Halle Berry kom fram fyrir löggjafarnefnd í Kaliforníu þar sem hún bar vitni til stuðnings nýrra laga. Ef þau verða samþykkt geta ágengir ljósmyndarar, eða papparassar, ekki lengur tekið myndir af börnum frægra einstaklinga. Berry, sem er ófrísk, hefur sjálf margsinnis lent í rimmum við ljósmyndara. Hún er sérlega óánægð með þá ljósmyndara sem […]

Frumsýning – Cloud Atlas

Bandaríska kvikmyndin Cloud Atlas verður frumsýnd á föstudaginn. 9. nóvember. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni áhrifarík og tilfinningaþrungin stórmynd sem gerð sé eftir metsölubók breska rithöfundarins Davids Mitchell. Handritsgerð og leikstjórn er í höndum Wachowski systkinanna sem gerðu Matrix myndirnar ásamt Tom Tykwer sem gerði m.a. Run Lola Run. „Þetta metnaðarfulla […]

Hélt hún yrði rekin

Halle Berry hélt hún yrði rekin eftir að hafa fótbrotnað á tökustað nýjustu myndar hennar Cloud Atlas. Þegar aðeins tveimur tökudögum var lokið braut hún fimm bein í fætinum. Á sjúkrahúsinu óskuðu mennirnir á bak við myndina, þar á meðal Matrix -bróðirinn Andy Wachowski, eftir fundi með henni og bjó hún sig undir það versta.  „Ég […]