Súpergetraun: The Avengers (DVD/BD)

Það er kominn tími á gleðifréttir og á morgun geta menn búist við því að ein stærsta mynd ársins rati í verslanir á bæði DVD og Blu-Ray. Jei á það! En það sem eru enn betri fréttir (en koma væntanlega engum á óvart því það stendur í fyrirsögninni) er að Kvikmyndir.is hefur fengið fullt af Avengers-eintökum í hendurnar til að gefa. Enn meira jei!

SAMfilm kann heldur betur að klóra okkur Marvel- og Joss Whedon-nördunum á réttum stöðum því þeir hafa verið svo elskulegir að afhenda okkur margs konar útgáfur af þessari ofurhetjuveislu. Í boði verðum við með standard DVD eintak, tveggja diska stálbox á Blu-Ray, standard Blu-Ray og síðan sama BD-disk með viðbættri 3D útgáfu.
Stálboxið verður aðeins fáanlegt í takmörkuðu magni í búðum.

Til að forðast algjöra óreiðu verða tvenns konar leiðir til að geta unnið eintak. Sitthvor leikurinn fyrir sitthvort formatið. Notendum er að sjálfsögðu velkomið að sækjast í hvort tveggja.

Í Blu-Ray leiknum eru reglurnar þannig að lesendur senda tölvupóst á netfangið tommi@kvikmyndir.is og segja hvaða ofurkröftum þeir væru helst til í að búa yfir og hvers vegna. Fólk er þar beðið um að taka það fram hvort það vilji sérstaklega sækjast eftir 3D-disk.

DVD leikurinn virkar þannig að þú nýtir þér kommentsvæðið hér fyrir neðan fréttina og segir hvaða meðlimur Avengers-hópsins þér finnst vera svalastur. Sakar ekki að nefna með ástæðu fyrir valinu.

Það er nægur tími til að vera með. Dregið verður síðan úr nöfnum af handahófi þann 10. september og fá vinningshafar sendan tölvupóst til baka með nánari upplýsingum um hvar skal nálgast fenginn.

PS. Þeir sem láta fylgja með í póstinum sitt uppáhalds kvót úr Avengers-myndinni eða álit sitt á Shawama eiga séns á aukaglaðningi með vinningnum sínum.