Stuttfréttir – tungl, kynlíf, Brennan

Spænska tímaritið Vanitatis segir að leikarahjónin spænsku Penélope Cruz, 39 ára,  og Javier Bardem, 44 ára, hafi skírt nýfædda dóttur sína Luna Encinas Cruz. Luna þýðir tungl og Encinas er fyrsta nafn Bardem. Þau eiga fyrir Leonardo 2 og hálfs árs.

Hákarla-költtryllirinn Sharknado, sem fjallar um hákarla sem sogast upp úr sjónum í miklum hvirfilbyl, og rigna niður á fólk, og var frumsýnd á Syfy sjónvarpsstöðinni 11. júlí sl. , er komin í bíó í Bandaríkjunum og gengur býsna vel. Framhald er væntanlegt 2014.

eileen brennanEileen Brennan, rámraddaða leikkonan úr Private Benjamin frá 1980, er látin 80 ára að aldri.  Banamein hennar var krabbamein. Brennan var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Private Benjamin. Hún skilur eftir sig tvo syni, eina systur og tvö barnabörn.

Deadline segir frá því að Alec Baldwin muni verða á meðal leikenda í nýjustu mynd Cameron Crowe. Framleiðendur eru hljóðir sem gröfin um efni myndarinnar. Bradley Cooper, Emma Stone, Rachel McAdams og Danny McBride leika líka.

Jack Black ætlar að leika í myndinni Sex Tape hjá leikstjóranum Jake Kasdan. Jason Segel og Cameron Diaz leika aðalhlutverkin, hjón sem setja börnin í pössun og búa til kynlífsmyndband. Myndbandið týnist. Black leikur forstjóra klámfyrirtækis.