Stuttfréttir – Vinur og kyntákn

Courtney Cox úr sjónvarpsþáttunum Friends, ætlar að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd; Hello I Must Be Going. Seann William Scott leikur aðalhlutverkið, þunglyndan mann sem þarf að ljúka nokkrum verkefnum áður en hann fremur sjálfsmorð.

Kyntáknið og kvikmyndaleikarinn Channig Tatum ætlar kannskileikstýra Magic Mike 2. „Fyrst ætlum við að hreinskrifa handritið, og svo tökum við ákvörðun.“

Ryan Reynolds ætlar að leika óheppinn fjárhættuspilara í Mississippi Grind. Hann bindur nú vonir við að samstarf við ungan spilafíkil færi honum heppni.

Óskarstilnefndi Emmyverðlaunaklipparinn Frank Morris er látinn 85 ára að aldri. Morris klippti myndir eins og Duel, The Execution of Private Slovik, Blue Thunder og Romancing the Stone, en einnig Drop Zone, Another Stakeout og Nick of Time. Eiginkona hans til 47 ára var við hlið hans þegar hann lést.