Gosling var lagður í einelti

Þessar staðreyndir birtust fyrst í nóvemberhefti Mynda mánaðarins.

jamie foxxJamie Foxx byrjaði þriggja ára að læra á píanó og gaf út plötuna Peep This árið 1994. Hann er annar tveggja karlkyns leikara sem hafa hlotið tvöfalda tilnefningu til Óskarsverðlauna sama árið fyrir sitthvora myndina. Hinn er Al Pacino.

kristin scottFaðir Kristinar Scott Thomas fórst í flugslysi árið 1964. Sex árum síðar fórst stjúpfaðir hennar líka í svipuðu flugslysi. Þeir voru báðir flugmenn í breska hernum.

Móðir Ryans Gosling tók hann úr barnaskóla vegna eineltis sem hann varð fyrir og kenndi honum sjálf heima við eftir það.

Fran Walsh, sem skrifaði handrit Lord of the Rings-myndanna og Hobbit-myndanna ásamt öðrum, er eiginkona Peters Jackson, leikstjóra myndanna.

Peter Jackson safnar módelum af flugvélum úr fyrri heimsstyrjöldinni.

ashton kutcher 180612Ashton Kutcher er með tvær samvaxnar tær á vinstri fæti.

Sandra Bullock talar þýsku reiprennandi.

Seth Rogen var aðeins 13 ára þegar hann hóf að koma fram með sitt eigið uppistand. Hann segist sjálfur hafa litið út fyrir að vera 22 ára.

Fimm uppáhaldsmyndir Jonah Hill eru Rushmore, The Big Lebowski, Boogie Nights, Back to the Future og Goodfellas.