Strákurinn úr Dawson´s Creek í nýjum þætti

James Van Der Beek, strákurinn sem margir muna eftir úr sjónvarpsþáttunum Dawson´s Creek, hefur tekið að sér hlutverk í prufuþætti fyrir nýja þáttaröð sem nefnist Friends With Better Lives.

Þátturinn fjallar um sex vini á fertugsaldrinum. Hver og einn þeirra telur að hinn vinurinn hafi það betra en hann sjálfur.

Samkvæmt Deadline mun Van Der Beek leika hinn kaldhæðna Will sem lendir í því að konan hans heldur framhjá honum og hefur hann í framhaldinu allt á hornum sér.

Tíu ár eru liðin síðan Van Der Beek lék í Dawson´s Creek ásamt Katie Holmes, Joshua Jackson og Michelle Williams. Síðan þá hefur hann leikið í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og sjónvarpsmyndum.