Stiller með Ólafi Darra í þyrlu – Ný stikla!

Glæný stikla var að koma út fyrir Ben Stiller myndina The Secret Life of Walter Mitty, sem tekin var að hluta til hér á landi eins og sést á mörgum stöðum í stiklunni. Einnig sést Ólafur Darri Ólafsson leika þyrluflugmann, rétt áður en Ben Stiller stekkur í sjóinn:

Where do we land?“ segir Stiller.
„We Don´t“ svarar Ólafur.

Og svo stekkur Stiller í sjóinn.

Og undir hljómar tónlist Of Monsters and Men.

mitty

Walter Mitty er, eins og sést í stiklunni í túlkun Stiller, draumóramaður og hálf ósýnilegur á vinnustaðnum, en hann starfar sem myndstjóri hjá tímariti í New York. Hann lifir lífi sínu í gegnum dagdrauma. Þegar ein af myndunum sem hann er að vinna með týnist, þá þarf hann að fara í alvöru ævintýraferð og kemst að því úr hverju hann er í raun gerður, og hverju hann getur áorkað.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York nú um helgina og fékk fína dóma gagnrýnenda, þar á meðal í kvikmyndaritinu Variety. 

The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd hér á Íslandi 3. janúar nk.

walter mitty