Spiderman 4 handrit endurskrifað

Gary Ross hefur nú verið fenginn til að endurskrifa handritið að Spiderman 4 samkvæmt Variety. Sam Raimi myn leikstýra myndinni sem mun fara í framleiðslu snemma á næsta ári.

Upprunalegt handrit myndarinnar skrifaði James Vanderbilt en David Lindsay-Abaire hefur síðar endurskrifað það.

Ef við rýnum aðeins í það hvað þessir handritshöfundar hafa unnið sér til frægðar áður þá hefur James Vanderbilt skrifað handrit fyrir Zodiac, Darkness Falls og Basic. David Lindsay-Abaire vann handrit fyrir Inkheart og Robots. Gary Ross skrifaði handrit fyrir Seabiscuit, Pleasantville, Dave og Lassie 1994 útgáfuna…

Vá það er sko greinilega engu til sparað í handritsgerð Spiderman 4 !

Þetta er álíka sannfærandi og ef handritshöfundar Catwoman með Halle Berry, sem hefur verið nefnd versta mynd allra tíma á eftir Waterworld með Kevin Costner, skrifðu handritið að Terminator Salvation

…sem þeir gerðu.