Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hafði bara heyrt slæma hluti um þessa mynd, varð á að leigja hana!
'Eg held ekki að hún höfði einu sinni til karlpeningins varðandi kynþokka Halle Berry! Svo slæm er hún að það bætir það ekki upp.
Nokkuð frambærileg afþreying. Helsti kostur myndarinnar eru að hún er nokkuð flott í útliti. Leikararnir eru fallegir, nokkur atriði bara býsna töff. Körfuboltasenan er t.a.m. ekkert annað en flott erótískt dansatriði. Myndin fellur hins vegar alveg þegar litið er til frumleika eða söguþráðar. Leikurinn er nokkuð meinlaus. Bratt finnst mér alltaf svoldið skemmtilegur en Halle Berry stígur hér skref niður á við ef miðað er við myndir eins og Gothika.
Bara boring mynd og ekkert annað. Þessi mynd er skömm fyrir eins góða leikkonu og Halle Berry. Leiðinleg saga, illa gerðar og augljósar brellur. Og spennan í myndinni er alveg glötuð. Eina ástæðan af hverju maður gat horft á þessa vitleysu var Halle Berry í þessum outfit. Fær Two thumbs down hjá mér.
Jæja, maður skellti sér í bíó að sjá þessa ágætu og vanmetnu mynd. Ég er ekki alveg að fatta af hverju Catwoman fær svona slæma dóma því hún er alveg ágæt. Halle Berry hefur aldrei að mínu mati verið nein fegurðardís en mér fannst hún fín hér, þó ef til vill kannski frekar sem Patience Phillips heldur en sem hin eiginlega titilpersóna sem er nú engin Michelle Pfeiffer(hin kattarkonan úr Batman returns)ef út í það er farið. Svo verð ég að nefna Sharon Stone sem mér fannst alveg glötuð í sínu hlutverki, manneskjan hefur oft verið skemmtileg og flott í gegnum tíðina en núna er hún orðin eitthvað svo....gömul og bara pirrandi. Whatever, ég mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman af ofurhetjumyndum en öðrum gæti máske leiðst. Ég allavega skemmti mér og gef Catwoman tvær og hálfa stjörnu.
Þessi búningur er algjör djókur!
Sama hversu lélegar myndir geta orðið leynist oft lítill möguleiki að maður geti haft lúmskt gaman af þeim. Catwoman er bara plain léleg. Hún er bara svo gífurlega slæm að það er ekki vottur af efnivið sem hægt er að flokka undir skemmtanagildi. Setningin ''all style, no substance'' hefur heldur sjaldan átt eins vel við mynd sem þessa.
Leikstjórinn Pitof (?) gerir þetta undir einhverjum fáránlegum 'MTV stíl' þar sem klippingarnar eru hraðar og hver rammi endist varla meira en nokkur sekúndubrot. Greinilega er ætlast til að áhorfandinn hafi ekki hugmynd um hvað er í gangi. Tæknibrellurnar eru líka ferlega ofnotaðar og þjóna tilgangi sínum ekki nógu vel. Heildarniðurstaðan virkar þar af leiðandi eins og einhver furðulegur blendingur af tónlistarmyndbandi og tölvuleik.
Halle Berry greyið er heldur ekkert að standa sig. Þetta er örugglega fyrsta skiptið þar sem nýlegur Óskarsverðlaunahafi á möguleika á Razzie-verðlaunum eftir svo stutt tímabil. Manneskjan er alveg hreint ÓÞOLANDI hérna. Hún gerir ekkert nema að dæla úr sér hlægilegar, klisjukenndar setningar, hoppa um og mala út í eitt (hvernig getur slíkt EKKI verið hallærislegt??). Auk þess þyrfti einnig alvarlega að reka búningahönnuðinn, því þessi fatnaður sem Berry skoppar um í er líklega sá hörmulegasti sem myndasögupersóna hefur klæðst (ath. ég tel Daredevil-búninginn með...).
Að þessi mynd skuli líka taka sig svona alvarlega með ofurhetju sem lítur úr eins og einhver dominatrix gerir dæmið heldur ekkert skárra. Í mínum augum er Michelle Pfeiffer hin eina sanna Kattarkonan, og þegar þessi mynd var hálfnuð var ég farinn að sakna hennar og slagsmálin við Leðurblökumanninn. Ég skil heldur ekki hvernig aðstandendum gat fundist það góð hugmynd að hafa Kattarkonuna sér í einni mynd (án Batman þ.e.a.s.). Persónan er hvort eð er svo óáhugaverð og þunn að manni er asskoti sama um hana.
Yfir heildina er Catwoman bara hund-(eða katt-)leiðinleg, og með myndasöguræmur í gangi eins og Spider-Man 2, Hellboy og The Punisher fellur hún gjörsamlega í kattarsandinn.
2/10
Sama hversu lélegar myndir geta orðið leynist oft lítill möguleiki að maður geti haft lúmskt gaman af þeim. Catwoman er bara plain léleg. Hún er bara svo gífurlega slæm að það er ekki vottur af efnivið sem hægt er að flokka undir skemmtanagildi. Setningin ''all style, no substance'' hefur heldur sjaldan átt eins vel við mynd sem þessa.
Leikstjórinn Pitof (?) gerir þetta undir einhverjum fáránlegum 'MTV stíl' þar sem klippingarnar eru hraðar og hver rammi endist varla meira en nokkur sekúndubrot. Greinilega er ætlast til að áhorfandinn hafi ekki hugmynd um hvað er í gangi. Tæknibrellurnar eru líka ferlega ofnotaðar og þjóna tilgangi sínum ekki nógu vel. Heildarniðurstaðan virkar þar af leiðandi eins og einhver furðulegur blendingur af tónlistarmyndbandi og tölvuleik.
Halle Berry greyið er heldur ekkert að standa sig. Þetta er örugglega fyrsta skiptið þar sem nýlegur Óskarsverðlaunahafi á möguleika á Razzie-verðlaunum eftir svo stutt tímabil. Manneskjan er alveg hreint ÓÞOLANDI hérna. Hún gerir ekkert nema að dæla úr sér hlægilegar, klisjukenndar setningar, hoppa um og mala út í eitt (hvernig getur slíkt EKKI verið hallærislegt??). Auk þess þyrfti einnig alvarlega að reka búningahönnuðinn, því þessi fatnaður sem Berry skoppar um í er líklega sá hörmulegasti sem myndasögupersóna hefur klæðst (ath. ég tel Daredevil-búninginn með...).
Að þessi mynd skuli líka taka sig svona alvarlega með ofurhetju sem lítur úr eins og einhver dominatrix gerir dæmið heldur ekkert skárra. Í mínum augum er Michelle Pfeiffer hin eina sanna Kattarkonan, og þegar þessi mynd var hálfnuð var ég farinn að sakna hennar og slagsmálin við Leðurblökumanninn. Ég skil heldur ekki hvernig aðstandendum gat fundist það góð hugmynd að hafa Kattarkonuna sér í einni mynd (án Batman þ.e.a.s.). Persónan er hvort eð er svo óáhugaverð og þunn að manni er asskoti sama um hana.
Yfir heildina er Catwoman bara hund-(eða katt-)leiðinleg, og með myndasöguræmur í gangi eins og Spider-Man 2, Hellboy og The Punisher fellur hún gjörsamlega í kattarsandinn.
2/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
John D. Brancato, Michael Ferris
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. ágúst 2004
VHS:
24. janúar 2005