Loksins þorir einhver að gera fallega og hugljúfa mynd á þessum stríðstímum sem við lifum á núna í dag. Mynd er sönn (Og hver vill ekki sannleika frekar en skáldskap)um eitt frægasta hestakapphlaup fyrr og síðar í USA. Myndin gerist á tíma þegar kreppan var í hámarki í USA. Og er gaman að sjá hvernig hesturinn er látin gefa þeim sem sárt eiga að binda eftir hrunið á Wall street, byr undir væng í þeirra erfiða lífi.
Myndin dettur aldrei niður þó hún sé í drama myndaflokk. Hún nær uppi góðri spennu og maður lifir sig vel inní myndina.
Ég mæli með þessari mynd einfaldlega vegna þess að þú sem ert að lesa núna þessa grein hefur gott af því að fara á þessa mynd og koma brosandi út af henni og ég get lofað þér því að þú sofnar vel. Myndin er fyrir alla aldurshópa (líka töffara).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei