Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Basic 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júlí 2003

Deception is their most dangerous weapon.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Liðþjálfi í hernum fer ásamt sex manna úrvalsliði í þjálfunarbúðir inn í regnvotan frumskóginn í Kólombíu, en aðeins tveir eiga afturkvæmt. Þegar björgunarliðið mætir á staðinn, þá sjá þeir einn hermann drepa annan, haldandi á særðum félaga. Þegar rannsóknin hefst, þá neitar hermaðurinn að tala við nokkurn mann annan en samherja úr sérsveitunum.... Lesa meira

Liðþjálfi í hernum fer ásamt sex manna úrvalsliði í þjálfunarbúðir inn í regnvotan frumskóginn í Kólombíu, en aðeins tveir eiga afturkvæmt. Þegar björgunarliðið mætir á staðinn, þá sjá þeir einn hermann drepa annan, haldandi á særðum félaga. Þegar rannsóknin hefst, þá neitar hermaðurinn að tala við nokkurn mann annan en samherja úr sérsveitunum. Sá sem er að yfirheyra mótmælir en yfirmaður hennar nær í fyrrum sérsveitarmann, Tom Hardy, sem er núna í fíkniefnalögreglunni. Honum hefur verið vikið úr starfi í Fíknó fyrir að hafa þegið mútur. Frá þessu augnabliki, þá heldur söguþráðurinn áfram að snúa upp á sig á alla kanta. ... minna

Aðalleikarar


Fínasti spennutryllir og er fyrsta mynd sem Samuel Jackson og John Travolta léku í síðan þeir fengu Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir Pulp Fiction. Hershöfðingi (Jackson) fer ásamt liði sínu í frumskóg en hverfa og koma ekki aftur nema tveir sem komu heim. Þá þarf maður (John Travolta) að leysa þetta mál og margt óvænt kemur í ljós. Ég skildi ekki alveg endan því að plottið er frekar snúið. Leikstjórinn John McTiernan (Die Hard,Predator,The Thomas Crown Affair) vandaði sig greinilega vel enda vanur spennumyndaleikstjóri en Basic er spennumynd sem er óhætt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nú þetta er sko áhugaverð mynd. Hissa að þessi mynd kom mér á óvart. Leikaraliðið er mikilfenglegt eins og maður sér, John Travolta, Samuel L. Jackson, Connie Nielsen og fl. En það er nú sagan sem athyglisverð. Myndin er keyrð áfram af nýjum sögubreytingum á 30 mínútna fresti, það gerði myndina betri með hverri mínútu. Þökk sé lélegra Íslenskrar dvd framleiðslar fékk ég að sjá myndina í lélegum gæðum og ekki á widescreen svo 40% af skjánum var klippt af til að samþjappa myndina, þetta var ein ömurlegasta dvd reynsla mín. Annars er þetta vel heppin mynd sem á nú skilið meira hrós en hún hefur fengið. Leigðu hana, hafðu það gott. Basic er nú fullkominn mynd fyrir leigu sem mun alls ekki floppa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þetta virkilega góð mynd sem kom mér merkilega á óvart hún er ekki lengi að byrja og það er gaman að það er ennþá líf í John Mctiernan.

Þetta er sú tegund myndar sem maður þarf að pæla í en mjög skemmtileg mynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis spennumynd frá leikstjóranum John McTiernan sem skartar þeim John Travolta og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Hardy (Travolta) er fyrrverandi sérsveitarmaður og núverandi starfsmaður í eiturlyfjalögreglunni. Hann er fenginn af félaga sínum (Tim Daly) til að rannsaka hvarf liðþjálfans West (Samuel L. Jackson) sem er talinn af ásamt nokkrum úr sveit sem hann var að þjálfa. Tveir eru eftir og sögum þeirra af atburðum í þjálfunarleiðangri ber ekki saman. Hardy fær það verkefni að yfirheyra þá félaga í óþökk herlögreglu á svæðinu (Connie Nielsen). Ágætis handrit bjargar miklu vegna heildarútkomunnar og sama má segja um leikinn. Leikaraliðið er alveg ágætt. Þeir félagar Travolta og Jackson standa sig vel í hlutverkum sínum, en þeir fóru eins og flestir ættu að vita á kostum saman í Pulp Fiction árið 1994. McTiernan hefur oft gert betur en hann á að baki myndir á borð við Die Hard, Medicine Man, The Hunt for Red October og Rollerball. Semsagt, ágætis spennumynd, hefði þó getað verið mun betri en heildarmyndin segir til um, leikstjórinn hefur oft gert betur og leikararnir spara sig óþarflega mikið. Þó er þetta ágætis afþreying, þó ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Athygli mín hélst
Mikið er gott að sjá að John McTiernan skuli loksins vera farinn að hugsa rökrétt varðandi kvikmyndagerð, sérstaklega eftir að hafa sett stóran, svartan blett á ferilskrá sína með Rollerball hryllingnum. Basic er að vísu engin gæðamynd en samt ágætis upplifting fyrir manninn.

Myndin græðir mest á leikhópi sínum og er allra helst borin uppi af ágætis frammistöðum. John Travolta og Samuel Jackson (aftur sameinaðir síðan Pulp Fiction...) standa sig báðir mjög vel (þótt Travolta komi oft með óþolandi tilþrif af sjálfsdýrkun meðan Jackson endurtekur bara sitt hefðbundna 'badass' hlutverk). Tim Daly, Giovanni Ribisi, Taye Diggs og Connie Nielsen bregða sér í minni hlutverk og fylla vel upp í myndina. Það sem Basic hins vegar þjáist fyrir er algjör skortur af spennu. Leikstjórinn hefur sjálfsagt reynt að byggja upp spennu en þegar mynd sem þessi hefur svona margslunginn söguþráð og atburðarásin heldur sér í gangi allan tímann án þess að stoppa er í raun ekkert pláss eftir fyrir spennu.

Myndin er líka ofsalega over-plotted; söguþráðurinn breytir sífellt um stefnu og kemur (bókstaflega!!) með nýja fléttu á hverju 5 mínútna fresti, meðan sumar ganga upp, og aðrar frekar langsóttar. Endirinn kom samt sem áður heldur betur á óvart og ófyrirsjáanleikinn í handritinu einn og sér nægði að hýfa myndina upp úr meðalmennskunni. Þrátt fyrir þónokkra galla þótti mér Basic hin fínasta afþreying. Hún hélt a.m.k. athygli minni allan tímann, og fyrir það sætti ég mig við það að gefa henni 6/10 í einkunn.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn