Náðu í appið
2
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Die Hard with a Vengeance 1995

(Die Hard 3)

Justwatch

This time, it's personal

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Fékk MTV verðlaunin fyrir besta hasaratriði, þegar eltingarleikur berst inn í neðanjarðarlestarkerfið með tilheyrandi sprengingum og látum.

John McClane er á góðri leið í ræsið, drykkfelldur og búið að reka hann úr löggunni. En þegar sprengja springur í Bonwit Teller verslanamiðstöðinni, þá fer lögreglan á fullt að rannsaka málið. Fljótlega hringir maður sem kallar sig Simon, og biður um McClane. Simon segir rannsóknarfulltrúanum Walter Cobb að McClane eigi að koma í leikinn "Simon Says"... Lesa meira

John McClane er á góðri leið í ræsið, drykkfelldur og búið að reka hann úr löggunni. En þegar sprengja springur í Bonwit Teller verslanamiðstöðinni, þá fer lögreglan á fullt að rannsaka málið. Fljótlega hringir maður sem kallar sig Simon, og biður um McClane. Simon segir rannsóknarfulltrúanum Walter Cobb að McClane eigi að koma í leikinn "Simon Says" með sér, eða Simon Segir. Hann segir að McClane verði sem sagt að gera allt sem hann biður hann um að gera. Ef hann geri það ekki þá sprengi hann aðra sprengju. Nú verður John McClane að þeysast um alla borg, ásamt rafvirkja frá Harlem, til að reyna að finna út úr þeim þrautum sem Simon leggur fram. En þegar sprengja springur á neðanjarðarlestarstöð, rétt við hliðina á Seðlabanka Bandaríkjanna, þar sem geymdur er stærsti gullforði í heimi, fer að hitna í kolunum. ... minna

Aðalleikarar


Í Þriðju Die hard myndinni er John McClane(Bruce Willis) staddur í New York borg og notar allan sinn frítíma í drykkju eftir að hafa verið leystur frá störfum. Skyndilega er hann kallaður aftur til starfa til að leysa þrautir sem hinn óði sprengjumaður Simon Gruber(Jeremy Irons) leggur fyrir hann. John fær aðstoð hjá rafvirkjanum Zeus Carver(Samuel L.Jackson) og sífellt verða aðstæðurnar furðulegri þegar Simon virðist hafa eitthvað mjög óhreint í pokahorninu. Það sem gerir Die hard: With a vengeance ólíka forverum sínum tveimur er að sviðsmyndin nær yfir mun stærra svæði og þ.a.l. er hasarinn meiri og einnig er þetta snjallasta myndin í seríunni en á móti kemur að ferskleikinn er ekki eins mikill þó svo að sami leikstjóri(John McTiernan) gerði þessa og fyrstu myndina. Annar(Renny Harlin) gerði númer tvö. Bruce Willis gerir sem fyrri daginn þetta að mjög góðri skemmtun og er ég ekki frá því að McClane sé með hans betri frammistöðum. Skemmtilegt að sjá gaurinn illa timbraðan hendast út um allt. En já, skemmtanagildið er nægt þó svo að það vanti réttu stemninguna. Hún fær sömu einkunn frá mér og hinar, þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

McClaine kemur sterkur inn sem útbrunnin lögga og fær Jezus með sér til að stoppa einhvern bandillann hriðjuverkamann sem að er svo bara að gabba. Er ég mikill Bruce Willis fan og er hann hér að brillera undir styrkri hönd McTiernen sem að var nú líka með Willis í Die Hard, þannig að þeir kunna þetta alveg báðir tveir. Byrjunin er besti parturinn og nær minni óskiftu athygli, enda er ég mjög svo hrifinn af svona feluleiks- myndum. Hasarinn og spennan er svona miðlungs og er bara gott að hún verður ekki meiri. Annars væri það aðeins of mikið. Atriðið þar sem að þeir tengja Dodge-inn við skipið er bara til að sína hversu mikið hörkutól McClaine virkilega er. Góðir skammtar af húmor og allt í Die Hard stílnum, sem að erfitt er að stæla. Gaman verður að sjá hvernig fjórða myndin kemur út.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er lélegasta Die Hard myndin en samt er þetta ekki léleg mynd.

Söguþráðurinn er fínn og leikur góður hjá Bruce Willis,Samuel L

Jackson og Jeremy Irons, það er betri söguþráður í fyrstu tvemur myndunum en samt mæli ég með þessari því þetta er hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Die hard 3, að mínu mati næst besta myndin í seríunni á eftir þeirri fyrstu. Bruce Willis og Samuel l Jackson eru góðir en í myndina vantar allan neista. Henni tekst aldrei að verða spennandi og lítið um góðan húmor eins og í fyrstu myndinni. Ágætis hasaratriði of flottar sprengirar eru það eina sem þessi mynd hefur fyrir utan ágætan leik. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þriðja myndin í seríunni er alls ekki mikið síðri en hinar, hasarmyndir verða ekki mikið betri en þessi. Stór sprengja springur í New York borg, og veldur miklu tjóni. Maðurinn bakvið lætin hringir í lögregluna og vill fá McClaine í málið ( sem er nú í fríi ). McClaine, hálftimbraður, og í hlýrabol með bjórblettum ( og ælu ) á, er vakinn upp og sendur aftur í starfið. Sprengjumaðurinn vill að McClaine geri ýmis verkefni fyrir sig, annars sprengi hann aðra sprengju, og þá byrjar hasarinn. Það verður að segjast að þessi mynd er magnþrunginn! Jafnvel enn skemmtilegri en hinar, og ekki er minni hasar í þessari, það má segja að þessi sé eins og rússíbanaferð. Og svo sakar það ekki að hinn stórskemmtilegi leikari Samuel L. Jackson er við hlið Willis í stóru hlutverki. Frábær mynd, og frábær endir ( vonandi ) á geðveikri seríu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.02.2013

Frumsýning: A Good Day To Die Hard

Sena frumsýnir á fimmtudaginn næsta, þann 14. febrúar, spennumyndina A Good Day To Die Hard, með Bruce Willis í aðalhlutverkinu, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Egilshöll og Borgarbíói Akureyr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn