Spider-Man sveiflar sér í nýrri stiklu

The Avengers kom, sá og sigraði og lét svo sannarlega heyra í sér og í kjölfarið fóru allar aðrar stórmyndir sumarsins að skjálfa, sérstaklega þessar með þekktustu hetjunum. Fyrir stuttu síðan kom út glæný stikla fyrir The Dark Knight Rises sem minnti fólk á það hversu spennt það á að vera fyrir henni. Eftir sýnishornið var maður nærri því farinn að steingleyma endurræsingunni á (The Amazing) Spider-Man. Þess vegna stingur hún hausnum upp til að láta aðeins í sér heyra með glænýrri stiklu og vonandi trekkja betur upp væntingar fólks. Epíkin mun auðvitað aldrei trompa seinni hálfleikinn í Avengers, en vonandi verður ýmislegt gott í boði.

Ég veit ekki með ykkur en Tobey Maguire fannst mér aldrei passa í þennan búning. Maður sætti sig við hann en Andrew Garfield virðist algjörlega vera skrefið í réttu áttina. Kíkið á nýjasta trailerinn og segið hvort þessi mynd gæti átt einhvern séns í Hefnendurna eða Leðurblökuna. Ertu hlutlaus gagnvart þessari mynd eða spenntur fyrir henni?

The Amazing Spider-Man verður frumsýnd í byrjun júlí.