Spá Avatar 21,4 milljörðum á fyrstu helginni

Spár í Hollywood gera ráð fyrir að tekjur kvikmyndarinnar Avatar: The Way of Water eftir James Cameron, framhalds tekjuhæstu kvikmyndar allra tíma, Avatar, muni verða að minnsta kosti 150 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningarhelginni, eða 21,4 milljarðar króna. Aðrir sem eru enn bjartsýnni spá því að myndin fari upp í 200 milljónir dala.

Samskipti.

95% meira en síðast

Sumum þykja þetta allt saman ansi bjartsýnar spár þar sem um 95% aukningu yrði að ræða miðað við frumsýningarhelgi fyrstu myndarinnar, Avatar. Tekjur hennar voru 77 milljónir dala á fyrstu helgi í sýningum árið 2009.

Frá þessu er sagt á kvikmyndavefum Deadline.com

Avatar: The Way of Water verður frumsýnd 16. desember nk.

Sýnd í Kína

Nú þegar hefur verið tilkynnt um frumsýningardag í Kína sem þykir merkilegt þar sem ríkisstjórnin þar í landi hefur komið í veg fyrir sýningar nokkurra stórmynda frá Hollywood vegna faraldursins.

Tekjur fyrstu Avatar myndarinnar námu 260 milljónum dala í Kína, en þar áttu þrívíddarsýningar og Imax risabíósýningar stóran hlut í máli.

Forsala miða á nýju myndina er hafin en hún er þrír klukkutímar og tólf mínútur að lengd.

Margir hræðast ekki að þessi ógnarlengd myndarinnar komi niður á miðasölutekjum. Fólk hafi nógan tíma um Jólin og búið sé að ýta samkeppnisaðilum eins og Shazam: Fury of the Gods fram í mars.

Vissu ekki við hverju átti að búast

Þegar fyrsta Avatar myndin var frumsýnd vissu menn ekki alveg við hverju mætti búast, enda var þetta sérkennileg vísindaskáldsaga með geimverur sem aðal söguhetjur, eins og Deadline greinir frá. Tekjur myndarinnar urðu þó þegar upp var staðið 2,9 milljarðar dala á heimsvísu.