Sonic á hvíta tjaldið

sonicÁður en tölvuleikir á borð við Counter-Strike, Battlefield og Metal Gear Solid komu til sögunar þá var Sonic the Hedgehog uppáhald margra, en fyrstu leikirnir voru spilaðir á Sega-tölvurnar.

Nú þykir framleiðendum hjá Sony Pictures tímagert að gera kvikmynd um þennan goðsagnakennda tölvuleik og er framleiðandinn Neal H. Mortiz þar fremstur í fararbroddi, en hann hefur áður framleitt kvikmyndir og þætti á borð við I Am Legend og Prison Preak.

Myndin verður bæði teiknuð og leikin, en Sega hefur nú þegar hafið samstarf við Sony Pictures og Marza Animation Planet.

„Það eru endalausar sögur sem hægt er að segja þegar það kemur að Sonic, og svo skemmir ekki hversu stóran aðdáendarhóp leikurinn hefur.“ segir í yfirlýsingu frá Sony Pictures.

Tölvuleikurinn hefur selst í meira en 140 milljónum eintaka um heim allan frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 1991. Í Sonic the Hedgehog stjórnar maður hraðskreiðri persónu sem berst við hin illa Doctor Eggman.