Snow forseti flytur ávarp í nýrri kitlu úr Hungurleikunum

Ný kitla úr fyrri hluta síðustu myndarinnar um Hungurleikanna var sýnd í dag, en þar flytur Snow forseti ávarp til allra umdæmanna og er ávarpið einn liður af mörgum í áróðri gegn byltingu Katniss Everdeen gegn höfuðborginni.

Mockingjay

Persónan Peeta stendur við hlið Snow og hefur það vakið margar spurningar, sumir telja að hann hafi snúist gegn Katniss, á meðan aðrir halda að hann sé aðeins fangi Snow og sé tilneyddur til að standa við hlið hans.

Í myndinni sér Katniss Everdeen sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í höfuðborginni. Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.

Hér að neðan má sjá kitluna úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 1.