Shirley Temple er látin

shirleyFyrrverandi barnastjarnan, Shirley Temple, er látin. Umboðsmaðurinn hennar staðfesti þetta í dag við ABC News.

Temple fæddist í Bandaríkjunum árið 1928 og byrjaði að dansa aðeins tveggja ára gömul. Ári síðar byrjaði hún að leika. Fljótt varð hún ein skærasta stjarna fjórða áratugar síðustu aldar. Temple er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í Bright Eyes (1934) og Curly Top (1935).

Þegar Temple var aðeins sjö ára gömul fékk hún sérstök Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til hvíta tjaldsins. Verðlaunagripurinn var lítil Óskars-stytta.

Temple var 85 ára að aldri og lést á heimili sínu í San Fransisco umvafin fjölskyldu og vinum.