Mickey Rooney látinn

mickeyrooneyBandaríski leikarinn Mickey Rooney lést í gærdag. Hann var 93 ára gamall. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs hafði Rooney átt við mikil veikindi að stríða.

Rooney átti fjörugt einkalíf um ævina og giftist alls átta sinnum. Leikarinn upplifði frægð allt sitt líf því aðeins sautján mánaða gamall steig hann fyrst á stokk, en fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd sex ára og varð fljótt ein skærasta barnastjarna allra tíma. Rooney var einnig fyrsti táningur til að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Strike Up The Band, árið 1940.

Rooney sást síðast í kvikmyndinni The Muppets árið 2011 og í Night At The Museum árið 2006.

Leikarinn var margverðlaunaður fyrir störf sín og má þar telja Juvenile Academy verðlaun, Honorary Academy verðlaun, Emmy Verðlaun og tvenn Golden Globe verðlaun.