Sex, Lies And Videotape part 2

Leikstjórinn Steven Soderbergh ( The Limey , Traffic ) ætlar sér að gera framhaldið af myndinni sem gerði hann frægan í upphafi ferilsins, Sex, Lies, and Videotape. Miramax kvikmyndaverið mun framleiða myndina sem enn hefur ekkert nafn og enga leikara. SL&V, sem kom út árið 1989 og var með Andie MacDowell ( Multiplicity ) og James Spader ( Wolf ) í aðalhlutverkum, fékk gullpálmann á Cannes kvikmyndahátíðinni og áhorfendaverðlaunin á Sundance hátíðinni. Soderbergh lenti síðan í lægð og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en á síðasta ári, þegar hann gerði bæði Traffic og Erin Brockovich. Honum standa nú allar dyr opnar í Hollywood og eflaust munu allir leikarar standa í röðum til að fá að vera með í verkefninu.