Revenge of the Nerds leikari í bílslysi

carradineRobert Carradine, 60 ára, aðalleikari hinnar vinsælu unglingamyndar Revenge of the Nerds, frá árinu 1984, lenti í alvarlegu bílslysi í vikunni sem leið.

Slysið varð á hraðbraut í Colorado í Bandaríkjunum klukkan 15. Samkvæmt vefmiðlinum TMZ, þá segir í skýrslu lögreglunnar að Carradine hafi farið yfir á öfugan vegarhelming á bíl sínum og rekist á lítinn flutningabíl.

Slökkviliðið kom á staðinn og náði Carradine úr bílflakinu og fór með hann á næsta spítala, alvarlega slasaðan.

Eiginkona leikarans var einnig í bílnum og slasaðist sömuleiðis. Þau munu bæði vera útskrifuð af spítala síðan þetta gerðist.

Carradine er bróðir leikarans sáluga David Carradine, og lék nýlega aukahlutverk í Tarantino myndinni Django Unchained.