Rebbi og kanína áfram vinsælust

Teiknimyndin Zootropolis vann hug og hjörtu íslenskra bíógesta þriðju vikuna í röð, og situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Sacha Baron Cohen grínmyndin Brothers Grimsby fer upp um eitt sæti á listanum, úr þriðja sætinu í annað sætið. Í þriðja sæti er svo spennutryllirinn London has Fallen sem fer niður um eitt sæti á listanum milli vikna.

zoo

Fjórar nýjar myndir eru á topplistanum þessa vikuna. Gerard Butler og félagar í Gods of Egypt fara beint í fjórða sætið, í 10. sæti er ný íslensk bíómynd, Reykjavík, sem er fyrsta kvikmynd Ásgríms Sverrissonar í fullri lengd.  Í fimmtánda sæti er nornin, eða The Witch, og þá er The Look of Silence í 20. sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice