Ratajkowski og Boldman krúsa í Cruise

We Are Your Friends leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski og Spencer Boldman hafa verið ráðin í aðahlutverk í nýjustu mynd Robert Siegel, Cruise.

emily

Myndin gerist árið 1987 og fjallar um hinn ítalsk-bandaríska Gio Marchetti, sem Boldman leikur. Hann elskar tvennt í þessum heimi: að keyra kappakstursbíla og elta stelpur. Þá hittir hann Jessica Weintraub, sem Ratajkowski leikur, stúlku frá Long Island.

SPENCER BOLDMAN

Ratajkowski er best þekkt fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandinu Blurred Lines, þar sem hún kom fram á evuklæðum, ásamt leik í Gone Girl, mynd Ben Affleck, og fyrrnefndri We Are Your Friends.

Boldman hefur leikið í Lab Rats og 21 Jump Street.