21 Jump Street (2012)14 ára
Frumsýnd: 18. apríl 2012
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Glæpamynd
Leikstjórn: Chris Miller, Phil Lord
Skoða mynd á imdb 7.2/10 250,004 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
They´re Too old for this Shift
Söguþráður
Lögreglumennirnir Jenkos og Schmidts eru gamlir skólafélagar og elduðu saman grátt silfur í gamla daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum. Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að handsama þar afbrotamann en gera það af slíkum klaufaskap að honum er sleppt rakleiðis aftur út í samfélagið. Í kjölfarið fá þeir Jenko og Schmidt annað verkefni. Þar sem þeir líta út eins og skólastrákar er ákveðið að senda þá í dulargervi inn í framhaldsskóla einn þar sem allt virðist löðrandi í fíkniefnum. Verkefni félaganna felst í að finna uppsprettu þessara fíkniefna og höfuðpaurinn í leiðinni. Eins og áður ferst þeim kumpánum þetta verkefni sérlega illa úr hendi til að byrja með en hver veit nema þeir eigi eftir að taka sig á?
Tengdar fréttir
22.03.2014
Lego-tvíeyki orðað við Ghostbusters III
Lego-tvíeyki orðað við Ghostbusters III
Orðrómur er uppi um að leikstjórarnir Phil Lord og Christopher Miller muni sitja við stjórnvölinn á Ghostbusters III sem er í undirbúningi. Ivan Reitman átti að leikstýra myndinni en hann hætti við þátttöku sína eftir að "Draugabaninn" Harold Ramis lést. Lord og  Miller eiga að baki myndir á borð við 21 Jump Street og Lego Movie. Harold Ramis, Bill Murray, Dan Akroyd,...
17.02.2014
Kubbarnir á toppinn
Kubbarnir á toppinn
Það var nóg um að vera í kvikmyndahúsum landsins um helgina. Kubbarnir í Lego The Movie mættu í kvikmyndahús landsins og endurgerðin af Robocop var einnig frumsýnd. Christian Bale sýndi svo stórleik í kvikmyndinni Out of the Furnace og svo var hin kynferðislega Nymphomaniac eftir Lars Von Trier sýnd í Háskólabíói og Borgarbíói. Líkt og í Bandaríkjunum þá nýtur...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 85% - Almenningur: 82%
Svipaðar myndir