21 Jump Street (2012)14 ára
Frumsýnd: 18. apríl 2012
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Glæpamynd
Leikstjórn: Chris Miller, Phil Lord
Skoða mynd á imdb 7.2/10 311,988 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
They´re Too old for this Shift
Söguþráður
Lögreglumennirnir Jenkos og Schmidts eru gamlir skólafélagar og elduðu saman grátt silfur í gamla daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum. Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að handsama þar afbrotamann en gera það af slíkum klaufaskap að honum er sleppt rakleiðis aftur út í samfélagið. Í kjölfarið fá þeir Jenko og Schmidt annað verkefni. Þar sem þeir líta út eins og skólastrákar er ákveðið að senda þá í dulargervi inn í framhaldsskóla einn þar sem allt virðist löðrandi í fíkniefnum. Verkefni félaganna felst í að finna uppsprettu þessara fíkniefna og höfuðpaurinn í leiðinni. Eins og áður ferst þeim kumpánum þetta verkefni sérlega illa úr hendi til að byrja með en hver veit nema þeir eigi eftir að taka sig á?
Tengdar fréttir
09.09.2014
23 Jump Street staðfest
23 Jump Street staðfest
Sony Pictures og Original Film hafa staðfest að 23 Jump Street verði gerð. Rodney Rothman mun skrifa handritið að myndinni, en hann skrifaði einnig 22 Jump Street. Fyrsta myndin, 21 Jump Street, sló rækilega í gegn og þénaði meira en 200 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni. Framhaldsmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á þessu ári og gekk vonum framar. Í framhaldsmyndinni...
16.05.2014
Videodrome illmennið fallið frá
Videodrome illmennið fallið frá
Kvikmyndaleikarinn Leslie Carlson er látinn. Carlson er þekktastur fyrir leik sinn í hlutverki illmennisins Barry Convex í sígildri hrollvekju David Cronenberg, Videodrome. Carlson lék einnig í þremur öðrum Cronenberg myndum, í A Christomas Story auk þess að leika í sjónvarpsþáttum. Banamein hans var krabbamein, en hann skildi við á heimili sínu í Toronto í Kanada þann...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 85% - Almenningur: 82%
Svipaðar myndir