21 Jump Street (2012)14 ára
Frumsýnd: 18. apríl 2012
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Glæpamynd
Leikstjórn: Chris Miller, Phil Lord
Skoða mynd á imdb 7.2/10 387,058 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
They´re Too old for this Shift
Söguþráður
Lögreglumennirnir Jenkos og Schmidts eru gamlir skólafélagar og elduðu saman grátt silfur í gamla daga en ákváðu síðan að snúa saman bökum í lögregluskólanum. Þeirra fyrsta skylduverkefni snýst um að halda uppi lögum og reglu í friðsömum almenningsgarði þar sem lítil hætta er á að eitthvað misjafnt gerist. Þeim tekst þó með miklum vilja að handsama þar afbrotamann en gera það af slíkum klaufaskap að honum er sleppt rakleiðis aftur út í samfélagið. Í kjölfarið fá þeir Jenko og Schmidt annað verkefni. Þar sem þeir líta út eins og skólastrákar er ákveðið að senda þá í dulargervi inn í framhaldsskóla einn þar sem allt virðist löðrandi í fíkniefnum. Verkefni félaganna felst í að finna uppsprettu þessara fíkniefna og höfuðpaurinn í leiðinni. Eins og áður ferst þeim kumpánum þetta verkefni sérlega illa úr hendi til að byrja með en hver veit nema þeir eigi eftir að taka sig á?
Tengdar fréttir
17.09.2015
Ratajkowski og Boldman krúsa í Cruise
Ratajkowski og Boldman krúsa í Cruise
We Are Your Friends leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski og Spencer Boldman hafa verið ráðin í aðahlutverk í nýjustu mynd Robert Siegel, Cruise. Myndin gerist árið 1987 og fjallar um hinn ítalsk-bandaríska Gio Marchetti, sem Boldman leikur. Hann elskar tvennt í þessum heimi: að keyra kappakstursbíla og elta stelpur. Þá hittir hann Jessica Weintraub, sem Ratajkowski leikur,...
11.01.2015
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð The Lego Movie
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð The Lego Movie
Legómyndin, eða The Lego Movie, var ein vinsælasta teiknimynd síðasta árs og eru framleiðendur strax farnir að huga að gerð framhaldsmyndar. Myndin sat á toppnum í Bandaríkjunum þrjár vikur í röð og naut svipaðra vinsælda hér á landi. Myndin er gerð af húmoristunum Phil Lord og Chris Miller sem gerðu m.a. 21 Jump Street og teiknimyndasmellinn Cloudy With a Chance of Meatballs....
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 85% - Almenningur: 82%
Svipaðar myndir