Pókemoninn marði ofurhetjuherinn

Ný mynd tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, engin önnur en leikna Pókemonmyndin Pokémon Detective Pikachu. Mjótt var þó á munum á milli hennar og toppmyndar síðustu þriggja vikna, Avengers: Endgame, eða aðeins nokkrir tugir þúsunda króna í aðgangseyri.

Pókemoninn er snaggaraleg rannsóknarlögga.

Sex aðrar nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna. Beint í þriðja sæti listans fór gamanmyndin The Hustle, með Rebel Wilson og Anne Hathaway í aðalhlutverkum, og þráðbeint í fjórða sætið fór ofurhetjan ófrýnilega Hellboy.

Einnig eru ljótu dúkkurnar í UglyDolls nýjar á lista, en þær fóru beint í fimmta sæti aðsóknarlistans. Glæný íslensk mynd, Eden, settist beint í sjöunda sætið og í því þrettánda situr nú Óskarsverðlaunamyndin BlackKklansman.

Þá er aðeins ein mynd ótalin, en það er heimildarmyndin Að sjá hið ósýnilega.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: