Hellboy
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd

Hellboy 2019

(Hellboy: Rise of the Blood Queen)

Frumsýnd: 10. maí 2019

Demons Have Demons Too.

5.2 66708 atkv.Rotten tomatoes einkunn 17% Critics 5/10
120 MÍN

Anung Un Rama, öðru nafni Hellboy, er að hálfu leyti djöfull og að hálfu leyti mennskur, alinn upp af prófessor Trevor Bruttenholm og starfar fyrir B.P.R.D. (Bureau for Paranormal Research and Defense) að því að uppræta ýmis ill öfl sem ógna mannkyninu. Þótt hann líti út eins og djöfull og sé með horn hala og klaufir, er hjarta hans mennskt og slær fyrir... Lesa meira

Anung Un Rama, öðru nafni Hellboy, er að hálfu leyti djöfull og að hálfu leyti mennskur, alinn upp af prófessor Trevor Bruttenholm og starfar fyrir B.P.R.D. (Bureau for Paranormal Research and Defense) að því að uppræta ýmis ill öfl sem ógna mannkyninu. Þótt hann líti út eins og djöfull og sé með horn hala og klaufir, er hjarta hans mennskt og slær fyrir réttlæti. Hellboy er einnig rammur að afli, ónæmur fyrir sjúkdómum og gæddur yfirnáttúrulegum hæfileikum til að lækna og græða líkama sinn af öllum sárum sem hann hlýtur, bæði fljótt og vel. Hægri hönd hans er úr grjóti og þeir eru ekki margir sem þurfa meira en eitt högg frá henni til að hverfa endanlega yfir til forfeðra sinna. Sagan hefst reyndar löngu áður en Hellboy fæðist, þ.e. þegar Artúr konungur stöðvar blóðdrottninguna Nimue og hennar illu áform um að leggja banvæn álög á þegna hans. En þótt Artúr hafi síðan bútað Nimue í sundur með sverðinu Excalibur og falið líkamsleifar hennar víða um England hefur sú hætta ávallt verið fyrir hendi að einhver óvætturinn nái að vekja hana til lífsins á ný. Sú stund er einmitt runnin upp núna og þar með fær Hellboy nóg að gera!... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn