Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Doomsday 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. apríl 2008

The End Is Nigh.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Framtíðartryllir um hóp manna sem reynir að koma í veg fyrir stórslys sem ógnar afkomu mannkyns.

Aðalleikarar


Ég er mikill aðdáandi fyrstu tveggja mynda Neil Marshall. Hann er leikstjóri sem þorir og gerir myndir sem hann myndi vilja sjá. Skemmtilegar strákamyndir!! Í þetta skipti ákvað Marshall að gera mynd í anda sumra af hans uppáhalds myndum, þ.e. Escape From New York, Mad Max og Warriors. Hann var gagnrýndur talsvert fyrir að hafa stolið heilu senunum í þessari mynd og það er svo sem mikið til í því. Það er ein sena t.d. sem ég get svarið að kemur beint úr Aliens. Hann sagði að þetta væri ekki stuldur heldur homage. Góðu fréttirnar eru að þetta eru allt góðar myndir sem hann er að “stela” frá. Þær eru allar skemmtilegar og það er Doomsday líka. Hvað finnst ykku, hvenær er maður að stela og hvenær er maður með homage? Hvar liggja mörkin?

Í myndinni brýst út vírus sem enginn fær ráðið við. Á endanum er Skotland sett í sóttkví eins og það leggur sig. Þrjátíu árum síðar skýtur vírusinn upp kollinum aftur og myndir frá Skotlandi sýna að þar eru menn enn á lífi. Það er því ákveðið að fara inn í Skotland í von um að finna lækningu.

Hin dúndurheita Rhona Mitra leikur Snake Pliskin karakterinn. Þið ættuð að muna eftir henni úr The Practice og Boston Legal. Hún er samt allt of stíf og alvarleg. Kurt Russell var 100 sinnum betri Snake. Það eru gæða aukaleikarar á sveimi á borð við Malcolm McDowell, Bob Hoskins og Alexander Siddig (úr DS9). Myndin er með fullt af hasar og öllu tilheyrandi en það eru samt stórir gallar til staðar. Í fyrsta lagi er hún svo ófrumleg að hún lætur Vinstri Græna líta út eins og snillinga..uh já. Svo eru villimennirnir í Skotlandi eitthvað svo klénir og beint úr Mad Max 2. Engin persóna var nógu áhugaverð til að maður langaði að kynnast henni og það er aldrei gott. Þetta er samt skemmtileg mynd ef maður vill bara smá afþreyingu.

“In the land of the infected, the immune man is king.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Útlit á kostnað innihalds...
Ég hélt að ég væri að fara á mynd sem nálgaðist eitthvað stíl og gæði 28 days og weeks later en það var öðru nær. Þó fannst mér hún ekki jafn slæm og mörgum öðrum. Fyrsti hálftíminn af Doomsday lofaði nefnilega býsna góðu. Þá var fín uppbygging á spennu, og einhver heildstæð kynning og saga og ágætis persónusköpun. Síðan þegar dró á síðari hlutann var eins og annars handritshöfundur og/eða leikstjóri hefði tekið við völdum, hún breyttist næstum því í Uwe Boll mynd... Og því hefði ég aldrei búist við miðað við upphafið. En í stuttu máli þá er sagan um faraldur sem dregur fjölda manns til dauða og er bráðsmitandi en síðan kemur í ljós að enn eru eftirlifendur í Glasgow, sem hafði verið lokað frá umheiminum í tugi ára. Allt í góðu með það. En það er hins vegar lítið vit í því hvernig þessi lokaði hópur hefur tekist á við einangrunina, annar hluti þeirra sýnir af sér villimennsku líkt og hann hafi aldrei kynnst siðmenningu og hinn hlutinn sækir nýja lífshætti til tíma riddaranna... Myndin er þó þokkalega leikin og hefur að geyma mörg flott atriði, sem þó er of mikið af á kostnað dýptar í sögu og persónusköpun. Sem sagt töluverð vonbrigði en stjörnurnar eru 2/4.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kirsuberjagóð mynd
Doomsday gerist í Bretlandi árið 2035 þegar allt úir og grúir af sýktum einstaklingum eftir gífurlegan veirufaraldur. Þeir ósýktu halda sig á afskekktu svæði við London og reyna að finna lækningu. Þetta er mjög vönduð mynd í marga staði, hröð, spennandi, grimm og blóðug og hikar ekki við að sýna miskunnarlaus dráp. Söguþráðurinn er margbrotinn en verður sem betur fer aldrei óþarflega flókinn. Myndatakan er til fyrirmyndar og sviðsmyndin vel gerð og satt að segja kom mér það mikið á óvart hvað myndin reyndist vera stílísk. Eini gallinn við Doomsday er sá að það er lítið um almennilega persónusköpun í henni. Það er það helsta sem vantar. Bob Hoskins og Malcolm McDowell eru þeir þekktustu í myndinni og þó að hvorugur þeirra eigi neinn stórleik þá gera þeir mest fyrir sín hlutverk enda báðir ágætis leikarar. Doomsday skortir djúpar persónur en annars er þetta algjör veisla fyrir augað og jafnvel skilur sitthvað eftir sig. Ég segi 8/10 í einkunn eða u.þ.b. þrjár stjörnur. Mæli sterklega með Doomsday
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn