Ég er mikill aðdáandi fyrstu tveggja mynda Neil Marshall. Hann er leikstjóri sem þorir og gerir myndir sem hann myndi vilja sjá. Skemmtilegar strákamyndir!! Í þetta skipti ákvað Marshall að gera mynd í anda sumra af hans uppáhalds myndum, þ.e. Escape From New York, Mad Max og Warriors. Hann var gagnrýndur talsvert fyrir að hafa stolið heilu senunum í þessari mynd og það er svo sem mikið til í því. Það er ein sena t.d. sem ég get svarið að kemur beint úr Aliens. Hann sagði að þetta væri ekki stuldur heldur homage. Góðu fréttirnar eru að þetta eru allt góðar myndir sem hann er að “stela” frá. Þær eru allar skemmtilegar og það er Doomsday líka. Hvað finnst ykku, hvenær er maður að stela og hvenær er maður með homage? Hvar liggja mörkin?
Í myndinni brýst út vírus sem enginn fær ráðið við. Á endanum er Skotland sett í sóttkví eins og það leggur sig. Þrjátíu árum síðar skýtur vírusinn upp kollinum aftur og myndir frá Skotlandi sýna að þar eru menn enn á lífi. Það er því ákveðið að fara inn í Skotland í von um að finna lækningu.
Hin dúndurheita Rhona Mitra leikur Snake Pliskin karakterinn. Þið ættuð að muna eftir henni úr The Practice og Boston Legal. Hún er samt allt of stíf og alvarleg. Kurt Russell var 100 sinnum betri Snake. Það eru gæða aukaleikarar á sveimi á borð við Malcolm McDowell, Bob Hoskins og Alexander Siddig (úr DS9). Myndin er með fullt af hasar og öllu tilheyrandi en það eru samt stórir gallar til staðar. Í fyrsta lagi er hún svo ófrumleg að hún lætur Vinstri Græna líta út eins og snillinga..uh já. Svo eru villimennirnir í Skotlandi eitthvað svo klénir og beint úr Mad Max 2. Engin persóna var nógu áhugaverð til að maður langaði að kynnast henni og það er aldrei gott. Þetta er samt skemmtileg mynd ef maður vill bara smá afþreyingu.
“In the land of the infected, the immune man is king.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei