Pirates leikari berst við ISIS

Breski Pirates of the Caribbean leikarinn Michael Enright gaf Hollywood upp á bátinn fyrir tveimur mánuðum síðan til að slást í lið með kúrdískum her sem berst við íslamska ríkið, eða ISIS,  í norðurhluta Sýrlands, en Enricht segir í fyrsta viðtalinu sem tekið hefur verið við hann síðan hann gekk til liðs við Kúrdana, að hann sé tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn.

31933-kuu2uw

Í viðtalinu við Al-aan sjónvarpsstöðina í Dubai sést Enright í fullum herklæðum með Kalashnikov riffil í hönd. Hann kallar Isis „óhreinan blett á mannkyninu“ sem verði að þurrka út.

Enright, sem er 51 árs gamall frá Manchester, sem lék lítið hlutverk í Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest, sagði að hann hefði fengið innblástur til að berjast gegn samtökunum eftir að hafa séð alræmt áróðurs myndband þeirra, og kynnst því hvernig ISIS fer með Yazidi fólkið í Írak.

31933-117bl7a

Enright með leikkonunni Anne Hathaway

Enright hefur enga reynslu af hernaði. Hann segist í viðtalinu, sem sjá má hér að neðan, hafa skrifað vinum og fjölskyldu og sagt að hann óski þess að hitta þau aftur en sé samt meðvitaður um að það verði hugsanlega ekki fyrr en í næsta lífi.