Once upon a time in Mexico

Nýjasta mynd Robert Rodriguez verður Once upon a time in Mexico. Telst þetta vera þriðja myndin í lauslegri trilógíu hans sem hófst með El Mariachi og hélt síðan áfram með Desperado. Verður þessi trilógía enn sem fyrr með Antonio Banderas í aðalhlutverki og mun hún vera óður Rodriguez til vestraseríu Sergio Leone ( For a fistful of dollars, For a few dollars more, The Good The Bad and the Ugly). Columbia, sem á fyrstu tvær myndirnar mun hirða ágóðann af sýningum í Bandaríkjunum, meðan Dimension Films mun sjá um heimsdreifingu en þeir eru með þriggja mynda samning við Rodriguez. Með því að taka myndina hratt upp, og notast að mestu við stafrænar myndavélar er búist við því að kostnaður myndarinnar fari ekki yfir 30 milljónir dollara.