Ófrýnilegur Beckham er riddarinn Trigger

Á meðal leikenda í ævintýramyndinni King Arthur: Legend of the Sword, sem frumsýnd verður um næstu helgi hér á Íslandi, er sjálfur fótboltakappinn og fyrirsætan David Beckham.

Beckham, sem sjálfur er snoppufríður með afbrigðum, er ekkert líkur sjálfum sér í myndinni. Búið er að farða hann og gera hann heldur ófrýnilegan, með skemmdar ógeðslegar tennur og hrikaleg ör á höfði.

Charlie Hunnam leikur titilhlutverkið, Arthúr konung sjálfan, en Beckham fer með hlutverk riddarans Trigger. Aðrir helstu leikarar eru Annabelle Wallis, Jude Law og Eric Bana. Guy Ritchie leikstýrir.

Sjáðu myndin af Beckham hér fyrir neðan, ásamt mynd af honum með öðrum riddurum í myndinni:

On set for the @kingarthurmovie #KingArthur

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on

Rough day at the office @kingarthurmovie @guyritchie

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on