Ný stikla úr Hobbitanum

Stikla nr. 2 er komin út fyrir The Hobbit: The Desolation Of Smaug, sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum 13. desember nk. og 27. desember hér á landi.

legolas

Myndin er framhald myndarinnar The Hobbit: An Unexpected Journey og önnur í röð þriggja Hobbitamynda sem gerðar eru eftir sögu JRR Tolkien The Hobbit, sem er forsaga Hringadróttinssögu eftir sama höfund.

Martin Freeman fer með hlutverk hobbitans Bilbo Baggins, Ian McKellen leikur Gandálf og og Cate Blanchett er Galadriel. Orlando Bloom leikur Legolas og Evangeline Lilly leikur Tauriel. Benedict Cumberbatch talar fyrir drekann Smaug.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: