Fyrsti þátturinn úr sakamálaþáttunum Hraunið með Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverki, verður sýndur á RÚV þann 28. september. Þættirnir eru framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu árið 2011.
Hraunið fjallar um dularfullt mál sem snýr að auðmanni sem finnst látinn í sumarbústaði sínum á Snæfellsnesi. Helgi Marvin (Björn Hlynur) rannsóknarlögreglumaður frá Reykjavík er sendur til að rannsaka málið. Í fyrstu er talið að um sjálfsmorð sé að ræða en síðar kemur í ljós að málið er mun flóknara en það.
Reynir Lyngdal leikstýrir, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus.
Pegasus opinberaði nýja kitlu í dag og má sjá hana hér að neðan.