Ný heimildarmynd um Orson Welles

orsonNý heimildarmynd um leikstjórann og leikarann Orson Welles er væntanleg. Myndin fer í gegnum feril Welles og verk hans og ber heitið Magician: The Astonishing Life and Work of Orson Welles.

Orson Welles er án efa eitt frægasta nafn kvikmyndasögunnar og spratt hann ungur fram á sjónarsviðið. Welles gat sér fyrst til frægðar með útvarpsleikgerð sinni á sögu H. G. Wells, The War of the Worlds, árið 1938. Þremur árum síðar leikstýrði hann sinni frægustu kvikmynd, Citizen Kane, aðeins 26 ára gamall. Myndin fjallar í stuttu máli hvernig misbeita má fjölmiðlavaldi og einoka fjölmiðlaumfjöllun. Seinna meir fylgdu myndir á borð við Touch of Evil og F for Fake.

Ný stikla úr heimildarmyndinni var opinberuð fyrir nokkru og má sjá hana hér að neðan.

Stikk: