Neil Gaiman og Dauðinn

Rithöfundurinn Neil Gaiman, sá er sá um að þýða Princess Mononoke frá japönsku yfir á ensku var að skila inn til Warner handritinu að Death: The High Cost of Living. Er það byggt á teiknimyndasögu sem hann gerði sjálfur og fjallar um Dauðann sjálfann, sem falleg stúlka og þau ævintýri sem hún/hann lendir í. Voru þeir hjá Warner víst yfir sig hrifnir og þegar er búið að ákveða leikstjóra að myndinni og munu þeir láta vita seinna í vikunni hver það er.