Need for Speed stjarna rífst aldrei

need-for-speed-paul-surrender-535x225Breaking Bad og Need for Speed stjarnan Aaron Paul, 34 ára, vildi gifta sig á fyrsta stefnumótinu sem hann fór á með eiginkonunni, Lauren Parsekian:  „Fyrsta stefnmótið okkar eftir Coachella ( listahátíðina ) var ferðalag til Vegas,“ sagði Aaron Paul í samtali við Elle tímaritið. „Við keyptum fyrstu barnaflíkina okkar þar, leðurjakka úr All Saints. Við stukkum svo inn í leigubíl og sögðum; „Farðu með okkur í fyrstu kapellu sem þú finnur. Við ætlum að gifta okkur.“  En örlögin gripu í taumana. „Litla hvíta kapellan reyndist vera lokuð,“ bætti Paul við og sagðist ánægður með það eftir á, en þau giftu sig svo ári síðar.

Paul segir einnig í viðtalinu að þau hjónin hafi aldrei rifist. „Fólk rífst af því að það talar ekki saman, af því að þú vilt ekki særa hinn aðilann,“ bætti hann við. „Ef þú vilt særa makann, þá skammastu þín, þú ert asni. Konan mín og ég rífumst aldrei. Við tölum saman. En við höfum aldrei rifist alla okkar hjúskapartíð.“

Need for Speed er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina.