Rústa táknmyndum æskunnar

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað dimmt, drungalegt og ískyggilegt.

En afhverju varð bangsi fyrir valinu ?

„Afhverju ekki,“ segir leikstjórinn Jeff Wadlow við spectrumnews1.com. „Það er löng hefð fyrir því í hrollvekjum að nota táknmyndir æskunnar og rústa þeim. Ég er ekki viss um að búið sé að gera það með tuskubangsa. Þetta hljómaði eins og fullkomið tækifæri.“

Jason Blum, forstjóri framleiðandans Blumhouse Productions, sagði Spectrum News að fyrir honum væri bangsi svo saklaus dót. En þegar hann breytist í eitthvað illt verði það því meira áhugavert.

Með helstu hlutverk í myndinni fara DeWanda Wise sem Jessica, Pyper Braun sem Alice og Teagen Burns sem Taylor.

Imaginary (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn4.7
Rotten tomatoes einkunn 25%

Þegar Jessica flytur aftur á æskuheimilið með fjölskyldunni þá tengist stjúpdóttir hennar Alice bangsanum Chauncey á óhuganlegan hátt, eftir að hún finnur hann ofaní kjallara. Alice byrjar að leika við Chauncey, fyrst mjög saklaust en svo verða leikirnir skuggalegri og ...

Þó að mögulega sé hún ekki nógu gömul til að sjá myndina segir Braun í samtalinu að það hafi ekki þurft miklar fortölur til að sannfæra hana um að leika í kvikmyndinni.

Draumur að leika í hrollvekju

„Það hefur verið draumur minn síðan ég var fjögurra ára gömul að leika í hrollvekju,“ segir hún.
Hún bætir við að hún óski sér þess að geta séð myndina í bíó til að upplifa viðbrögð áhorfenda. „Ég vil sitja neðst niðri með bakið í tjaldið og bara horfa á andlit fólks. Ég vil sjá viðbrögð þeirra við kvikmyndinni sem við unnum svo stíft að og lögðum allt okkar í og sjá hvernig þeim líkar,“ segir hún.

Wise, sem er bæði aðalleikkona og meðframleiðandi, sagði við Spectrum News að það hafi þurft talsvert ímyndunarafl til að vekja Chauncey til lífsins sem og aðrar verur myndarinnar. „Þegar við vorum að búa Chauncey til þá urðum við að reyna að gæða hann ákveðnu yfirbragði, hann þurfti að vera ógnandi, en ekki um of þannig að lítil börn sem tækju hann upp myndu henda honum strax frá sér,“ segir hún.

Einnig bætti hún við að þeir sem sæju myndina ættu að gefa Chauncey sérstakan gaum því að þó að hann sé bara bangsi, þá sé hann mjög fjörugur og lifandi og sé með allskonar andlitstjáningu allt í gegn, allt eftir því hvað er að gerast á hverjum tíma.“

Aðdáandi The Birds

Fyrir utan Imaginary sagði Wise að uppáhaldsmyndin hennar væri The Birds eftir Alfred Hitchcock, og allar Freddy Krueger myndirnar.
Spurð að því hvort hún væri til í að leika aftur hlutverk Jessicu Wise sagði hún að svo væri og vonandi kæmi framhald.