Íslensk mynd vinsælust

Nýja íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu fór beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistann á sinni fyrstu viku á lista, en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Myndin segir frá gömlum manni sem ritar bréf til látinnar ástkonu sinnar og minnist þess þegar hann var ungur bóndi á 5. áratug síðustu aldar og varð ástfanginn af konunni á næsta bæ svo og þeirra afleiðinga sem það hafði í för með sér. Leikstjóri er Ása Helga Hjörleifsdóttir.

Í öðru sæti er annar íslenskur leikstjóri þó að myndin sé ekki íslensk. Það er Baltasar Kormákur með myndina Beast, eða Skepna, í íslenskri þýðingu.

955 komu að sjá Svar við bréfi Helgu en 934 sáu Beast, þannig að mjótt var á munum.

Þriðja vinsælasta kvikmyndin í bíó um þessar mundir er DC League of Super-Pets sem hækkar sig um tvö sæti á milli vikna.

Gru með 65 milljónir

Sem fyrr er Minions: The Rise of Gru tekjuhæsta kvikmyndin samanlagt í bíó með 65 milljónir í greiddan aðgangseyri en næst á eftir kemur Thor: Love and Thunder með rúmar 59 milljónir. Sú þriðja tekjuhæsta er Elvis, einnig með um 59 milljónir í greiddan aðgangseyri.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: