Töfrar héldu fast í toppsætið

Toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, heldur sæti sínu á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Næstum þrjú þúsund manns lögðu leið sína í bíó um helgina að sjá myndina.

Eins og svo oft áður þá var bíóaðsókn góð um Páskana en um tíu þúsund manns sóttu kvikmyndahúsin yfir hátíðarnar.

Sonic: The Hedgehog 2 lék sama leikinn og töframennirnir í Fantastic Beasts og hafnaði í öðru sæti listans, rétt eins og í síðustu viku.

Töfrar í nánd.

The Northman kemur ný inn á lista beint í þriðja sæti aðsóknarlistans, en rúmlega fimmtán hundruð manns sáu myndina um Páskahelgina.

Myndin er með ýmsum íslenskum tengingum, t.d. leikur Björk hlutverk nornar og Sjón skrifar handritið ásamt leikstjóranum Robert Eggers. Þá gerist myndin að hluta til á Íslandi.

Hin myndin sem kom ný í bíó um helgina, Everything Everywhere All at Once fór beint í sjöunda sætið.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: