Shut Up & Play The Hits ekki til Íslands

Við greindum frá því í janúar síðastliðnum að heimildarmyndin Shut Up And Play The Hits, sem fjallar um indíhljómsveitina LCD Soundsystem, hefði slegið í gegn á Sundance kvikmyndahátíðinni sem fór fram í Utah fylki í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Nú er ljóst að myndin verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi.

Tilkynnt var fyrir stuttu að Shut Up And Play The Hits yrði aðeins sýnd í einn dag í Bandaríkjunum, þann 18.júlí næstkomandi, en fengi þrátt fyrir það ansi víðtæka dreifingu í Evrópu í sumar. Við hjá Kvikmyndir.is sendum nokkrar fyrirspurning á helstu dreifingaraðila á Íslandi og fengum þau svör að myndin yrði ekki fengin til landsins.

 

Heimildarmyndin fylgir James Murphy og félögum á þeirra síðustu tónleikunum sem fóru fram í Madison Square Guarden í apríl á síðasta ári. Sýnt er frá undirbúningi tónleikanna, tónleikunum sjálfum ásamt eftirleiknum. Tónleikarnir táknuðu lok 6 ára lífs hljómsveitarinnar sem talin var fremst á sínu sviði. Forsprakki hljómsveitarinnar, James Murphy, er sagður opna sig meira en oft áður í myndinni. Það sem kemur kannski aðdáendum meira á óvart en ella er óvissa hans í kringum ákvörðunina um að segja þetta gott með LCD Soundsystem. Jafnvel má segja að hann sjái eftir ákvörðuninni að sögn gagnrýnanda sem séð hefur myndina.

Jæja. Svona er þetta. Þá er bara að vona að RIFF takist að fá hana í haust ? Þetta er allavega hiklaust mynd sem nýtur sín best í kvikmyndasal með hljóðið í botni.

Shut Up & Play The Hits ekki til Íslands

Við greindum frá því í janúar síðastliðnum að heimildarmyndin Shut Up And Play The Hits, sem fjallar um indíhljómsveitina LCD Soundsystem, hefði slegið í gegn á Sundance kvikmyndahátíðinni sem fór fram í Utah fylki í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Nú er ljóst að myndin verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi.

Tilkynnt var fyrir stuttu að Shut Up And Play The Hits yrði aðeins sýnd í einn dag í Bandaríkjunum, þann 18.júlí næstkomandi, en fengi þrátt fyrir það ansi víðtæka dreifingu í Evrópu í sumar. Við hjá Kvikmyndir.is sendum nokkrar fyrirspurning á helstu dreifingaraðila á Íslandi og fengum þau svör að myndin yrði ekki fengin til landsins.

 

Heimildarmyndin fylgir James Murphy og félögum á þeirra síðustu tónleikunum sem fóru fram í Madison Square Guarden í apríl á síðasta ári. Sýnt er frá undirbúningi tónleikanna, tónleikunum sjálfum ásamt eftirleiknum. Tónleikarnir táknuðu lok 6 ára lífs hljómsveitarinnar sem talin var fremst á sínu sviði. Forsprakki hljómsveitarinnar, James Murphy, er sagður opna sig meira en oft áður í myndinni. Það sem kemur kannski aðdáendum meira á óvart en ella er óvissa hans í kringum ákvörðunina um að segja þetta gott með LCD Soundsystem. Jafnvel má segja að hann sjái eftir ákvörðuninni að sögn gagnrýnanda sem séð hefur myndina.

Jæja. Svona er þetta. Þá er bara að vona að RIFF takist að fá hana í haust ? Þetta er allavega hiklaust mynd sem nýtur sín best í kvikmyndasal með hljóðið í botni.