Gíslataka í beinni – Fyrsta stikla!

Nú, fimm árum eftir myndina The Beaver, nokkra þætti af House of Cards sjónvarpsþáttunum og Orange is the New Black þar á milli, þá er Jodie Foster aftur sest í leikstjórastólinn í myndinni Money Monster, en fyrsta stiklan fyrir myndina var að koma út.

clooney

Myndin, sem er með George Clooney og Julia Roberts í aðalhlutverkum, fjallar um reiðan mann, sem Up og Unbroken leikarinn Jack O´Connell leikur, sem tapar stórfé á lélegum fjárfestingum, og ákveður að ráðast inn í beina útsendingu sjónvarpsstöðvar og taka þekktan sjónvarpsmann sem gísl, en sá er fjármálaráðgjafi, sem mælir með kaupum á hlutabréfum.

„Myndin er ekki árásargjörn,“ sagði Foster við Entertainment Weekly. „Hún fjallar í raun um bræðralag sem myndast á milli þessara tveggja manna sem héldu að þeir væru á öndverðum meiði, sem hötuðu hvorn annan, þar til þeir átta sig á að þeir eru að berjast fyrir því sama.“

Aðrir helstu leikrar eru Dominic West,  Giancarlo Esposito og Caitronia Balfe.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: