Fimm Disney myndir á topp 5 í USA

frozen 4Disney teiknimyndin Frozen verður að öllum líkindum aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum þessa myndina, en áætlaðar tekjur myndarinnar yfir helgina alla eru um 28 milljónir Bandaríkjadala. Annað sætið mun líklega falla The Hunger Games: Catching Fire í skaut, en hún er skammt undan Frozen með áætlaðar tekjur upp á 27 milljónir dala.

Nýjasta mynd Christian Bale, Out of the Furnace, er ekki að ná þeim árangri sem menn vonuðust eftir, en myndin þénar líklega um 5,5 milljónir dala yfir alla helgina.

Myndin hefur fengið gagnrýni frá indjánaþjóðflokki á því svæði þar sem myndin var tekin, en gagnrýnin beinist að því að gert sé út á staðalmyndir í samfélagi indjána, en þjóðflokkurinn skorar á aðrar ættbálka að láta líka í ljósi óánægju.

Önnur Disney ( Marvel ) mynd, Thor: The Dark World þénar líklega um 4,5 milljónir dala í fjórða sætinu, en allt í allt er myndin þá komin með 193 milljónir dala í heildartekjur í Bandaríkjunum.

Þriðja Disney myndin á topp fimm listanum í Bandaríkjunum, Delivery Man, þénar líklega um 3,6 milljónir dala og er þá búin að þéna allt í allt 24 milljónir dala í Bandaríkjunum frá frumsýningu.