Ógnarhraði og rómantík í USA

Film Title: Furious 7Fyrstu tölur úr bíómiðasölunni í Bandaríkjunum liggja nú fyrir, en út frá þeim tölum er ljóst að Fast & Furious 7 er enn á fullri ferð í fyrsta sæti aðsóknarlistans, þó svo að aðsóknin hafi dregist saman um 60% milli vikna, sem er alvanalegt fyrir stórsmelli eins og þennan.

Þetta þýðir að myndin mun líklega þéna um 60 milljónir Bandaríkjadala yfir helgina alla og vera komin með heildartekjur samtals í Bandaríkjunum upp á rúmar 250 milljónir dala yfir helgina alla, ef spár ganga eftir miðað við fyrstu tölur.

Myndin var frumsýnd um síðustu helgi og sló þá aðsóknarmet í aprílmánuði í Bandaríkjunum með tekjur upp á 147,9 milljónir dala yfir þá helgi.

Aðrar aðsóknarmiklar myndir eru Home, eða Loksins heim eins og hún heitir á íslensku, sem gæti þénað rúmar 20 milljónir dala yfir helgina alla og vera komin með heildartekjur upp á 130,9 milljónir dala áður en helgin er á enda.

Scott Eastwood rómansinn The Longest Ride er ný mynd á lista og gæti þénað um 14 milljónir dala yfir helgina alla.

Woman in Gold og Cinderella koma síðan í næstu sætum þarna á eftir.