Skiptir stærðin máli?

Ný kvikmynd, Unhung Hero, sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, spyr spurningarinnar frægu sem kynslóðir óöruggra karlmanna hafa spurt sig í gegnum tíðina – skiptir stærðin máli?

unhung-614x400

Framleiðslufyrirtækið Breaking Glass Pictures hefur nú skrifað undir samning við framleiðendur myndarinnar um réttinn til að dreifa myndinni í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt vefsíðunnar TheWrap.com.

Myndin er heimildamynd og fjallar sem sagt um þessa spurningu, hvort stærð skipti máli. Aðalsöguhetjan í myndinni er maður sem kemst að því að kærastan hans hafnar bónorði hans vegna stærðar ( eða smæðar ) getnaðarlims hans. Myndin fylgist síðan með samtölum mannsins við fyrrum kærustur sínar, lækna, mannfræðinga og klámstjörnur, sem öll snúast um litla félagann.

Leikstjóri myndarinnar er Brian Spitz. Myndin mun fara í dreifingu á landsvísu í Bandaríkjunum síðar í haust en kemur svo út á vídeó og VOD í kjölfarið.

Myndin var upphaflega frumsýnd á South By Southwest kvikmyndahátíðinni og hefur einnig verið sýnd á Traverse City Film Festival, Seattle International Film Festival og Sydney’s Underground Film Festival.

Stikk: