Frumsýning – Jackpot

Græna ljósið frumsýnir nk. föstudag myndina Jackpot, eða Arme Riddere eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er grín-glæpamynd. „Þessi kostulega grín-glæpamynd er byggð á handriti eftir meistara glæpasagnanna Jo Nesbö, sem er hvað þekktastur fyrir bókina Hausaveiðararnir (Headhunters) og samnefnda kvikmynd,“ segir í tilkynningu frá Græna ljósinu.

Sjáðu stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan:

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Óskar vaknar með haglabyssu í höndunum, alblóðugur og skíthræddur á strípibúllu. Í kringum hann eru 8 lík og fjöldi lögreglumanna, sem miða á hann sínum byssum. Óskar er sannfærður um eigið sakleysi. Þetta byrjaði allt þegar hann og þrír vinir hans duttu í lukkpottinn og unnu andvirði tæplega 40 milljóna íslenskra króna í getraununum …

Leikstjórn: Magnus Martens

Handrit: Magnus Martens, Jo Nesbö.

Aðalhlutverk leika: Kyrre Hellum, Mads Ousdal og Henrik Mestad.

Sýnd í: Háskólabíói.