Segir Vaughn leikstýra Star Wars

Ef eitthvað er að marka orð breska leikarans Jason Flemyng þá mun framleiðandinn og leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýra næstu Star Wars mynd. Flemyng átti spjall við blaðamenn við frumsýningu myndarinnar Seven Psychopaths á dögunum, og missti þá út úr sér orð sem má túlka sem staðfestingu þess að Vaughn hafi þegar verið ráðinn í starfið.

Dæmi hver fyrir sig.

Í myndbandinu sem má sjá hér að neðan segist Flemyng allt eins eiga von á símtali frá Vaughn með boði um samstarf við Star Wars myndirnar.

Matthew Vaughn hefur leikstýrt fjórum myndum, Kick-Ass, Layer Cake, Stardust og X-Men: First Class. Auk þess hefur hann framleitt myndir eins og Guy Ritchie myndirnar Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch.

Flemyng og Vaughn hafa, eins og kemur fram í myndbandinu, unnið saman að níu bíómyndum.

Nú er bara að bíða og sjá hvort að Disney staðfesti Vaughn sem Star Wars leikstjóra, eða beri þetta allt til baka …